Flýtilyklar
Karen María valin í U-19 landsliðið
10.01.2020
Fótbolti
Karen María Sigurgeirsdóttir var á dögunum valin í U-19 ára landslið Íslands í knattspyrnu. Karen María er lykilmaður í liðinu en á dögunum komst liðið áfram úr undanriðli EM. Hún hefur leikið 7 landsleiki með U-19 ára liðinu og skorað í þeim tvö mörk.
Hópurinn mun æfa dagana 20.-22. janúar næstkomandi en Þórður Þórðarson er landsliðsþjálfari. Við óskum Karen Maríu til hamingju með valið sem og góðs gengis á komandi æfingum.