Flýtilyklar
Karen María í U19 sem mætir Svíum
21.10.2019
Fótbolti
Karen María Sigurgeirsdóttir var í dag valin í U19 ára landslið Íslands í knattspyrnu sem mun mæta Svíþjóð dagana 5. og 7. nóvember næstkomandi. Karen María er fastamaður í liðinu og skoraði meðal annars gott mark á dögunum er liðið tryggði sér sæti í milliriðlum á EM.
Auk þess að leika tvo æfingaleiki við Svía mun landsliðið æfa af krafti dagana á undan og ljóst að liðið mun undirbúa sig af krafti fyrir milliriðlakeppnina á EM sem framundan er.
Við óskum Karenu til hamingju með valið sem og góðs gengis í komandi verkefnum.