Flýtilyklar
Karen María gerði tvö mörk fyrir U19
Karen María Sigurgeirsdóttir lék þrjá æfingaleiki með U19 ára landsliði Íslands í knattspyrnu á dögunum. Leikirnir voru liður í undirbúningi liðsins fyrir milliriðil um sæti á lokakeppni EM í apríl þar sem liðið mætir Hollandi, Skotlandi og Rúmeníu.
Fyrsti leikur stelpnanna var gegn Sviss og vannst hann 4-1 eftir að Ísland hafði leitt 3-1 í hálfleik og lék Karen María allan leikinn.
Næst lágu Ítalir í valnum en Karen María gerði fyrstu tvö mörk Íslands í leiknum og voru hálfleikstölur 0-2 fyrir Ísland. Karen María var tekin af velli í hálfleik en lokatölur urðu 7-1 fyrir Ísland.
Í gær mættu stelpurnar svo sterku liði Þýskalands og vann Ísland frábæran 2-0 sigur eftir að hafa leitt 1-0 í hálfleik. Karen María lék allan leikinn en þetta var í fyrsta skiptið sem U19 ára landslið Íslands vinnur Þýskaland.
Það má því með sanni segja að stelpurnar séu í frábæru standi fyrir leikina mikilvægu í milliriðlinum og verður gaman að fylgjast með þeim í því verkefni.