KA tekur þátt í Scandinavian League

Fótbolti

Undirbúningur fyrir komandi knattspyrnusumar er kominn af stað og mun KA taka þátt í nýju og spennandi verkefni í byrjun næsta árs. KA er eitt 12 liða sem keppa á Scandinavian League mótinu sem fer fram dagana 24. janúar til 5. febrúar á Alicante á Spáni.

KA mun leika í C-riðli og hefur leik þann 26. janúar með leik gegn norska liðinu IK Start. Því næst leika strákarnir gegn finnska liðinu HJK Helsinki 29. janúar og loks gegn þriðja skandinavíska liðinu þann 1. febrúar en við bíðum eftir staðfestingu á síðasta liðinu. Í kjölfarið verður svo leikið til undanúrslita og úrslita á mótinu.

Auk KA munu Íslandsmeistarar Víkings taka þátt í mótinu en þeir leika í A-riðli. Það er ljóst að þetta verður virkilega spennandi en um leið krefjandi verkefni sem ætti að nýtast okkar liði vel fyrir komandi Íslandsmót.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is