KA selur Þorra Mar til Öster

Fótbolti

Þorri Mar Þórisson er genginn í raðir sænska liðsins Öster en hann hefur staðist læknisskoðun félagsins og skrifaði undir samning nú í morgun. Þorri skrifar undir samning sem gildir út tímabilið 2026 en Öster kaupir Þorra af KA og er hann fimmti leikmaður okkar sem við seljum út síðustu sex árin.

Þorri sem er 24 ára gamall hefur leikið 77 leiki fyrir KA í deild, bikar og evrópu og gert í þeim þrjú mörk. Þetta er virkilega spennandi skref hjá okkar manni en hjá Öster hittir hann fyrir KA goðsögnina Srdjan Tufegdzic eða Túfa.

Við óskum Þorra alls hins besta í Svíþjóð og verður gaman að fylgjast með framgöngu hans undir stjórn Túfa en Öster stefnir á sæti í efstu deild sem liðið missti naumlega af á síðustu leiktíð.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is