Flýtilyklar
KA sækir Víking heim í Lengjubikarnum
07.03.2020
Fótbolti
KA sækir Víking heim í Lengjubikarnum klukkan 16:00 í dag en liðin leika einmitt bæði í Pepsi Max deildinni og ljóst að leikurinn verður góð prófraun fyrir liðið í undirbúningnum fyrir komandi sumar. KA tapaði gegn Keflavík í síðasta leik og klárt að strákarnir vilja svara fyrir það.
Það er þó ljóst að verkefni dagsins verður strembið en Víkingar eru Bikarmeistarar og ætla sér stóra hluti í sumar. Leikurinn í beinni á Stöð 2 Sport fyrir þá sem ekki komast á völlinn, áfram KA!