Flýtilyklar
KA Rey Cup meistari í 3. flokki kvenna
Knattspyrnumótið Rey Cup fór fram í Reykjavík um helgina og tók KA þátt í keppni 3. flokki kvenna og 4. flokki karla og kvenna. 3. flokkur kvenna gerði sér lítið fyrir og vann mótið eftir svakalegan úrslitaleik gegn Haukum þar sem eina mark leiksins kom á lokasekúndunum. Frábær frammistaða hjá liðinu og mjög jákvætt að hampa sigri á þessu flotta móti.
Í 4. flokki endaði A-lið KA í 2. sæti í riðlinum og tryggði sér þar með sæti í undanúrslitum. Sá leikur tapaðist og einnig bronsleikurinn og enduðu stelpurnar því í 4. sæti. Í C-liða keppninni endaði KA í 5. sæti eftir sigur í lokaleik sínum.
Hjá strákunum náði B-lið KA bronsinu en strákarnir unnu riðilinn með fullu húsi stiga áður en þeir töpuðu fyrir verðandi meisturum Vestra í undanúrslitum. C-liðið endaði í 5. sæti í sinni keppni eftir flotta frammistöðu í riðlinum og A-liðið náði 9. sætinu í A-liða keppninni.
Við óskum stelpunum að sjálfsögðu til hamingju með titilinn sem og öðrum KA liðum fyrir flottan árangur. Við getum svo sannarlega verið stolt af yngriflokka starfinu okkar.