Flýtilyklar
KA Podcastið: Donni gerir upp Þór/KA tímann
21.10.2019
Fótbolti
Halldór Jón Sigurðsson eða Donni eins og hann er iðulega kallaður mætir í KA Podcastið og gerir upp þriggja ára tíma sinn með Þór/KA. Auk þess spjallar hann um innkomu sína inn í þjálfarateymi karlaliðs KA um mitt sumar og er alveg ljóst að enginn ætti að láta þennan þátt framhjá sér fara.
Þór/KA varð Íslandsmeistari sumarið 2017 undir stjórn Donna og var hársbreidd frá því að verja titilinn sumarið eftir auk þess sem að liðið stóð sig glæsilega í Meistaradeild Evrópu. Hér fyrir neðan má sjá samantekt frá Íslandsmeistaratitlinum góða.