Flýtilyklar
KA mætir Sindra í bikarnum
Í dag var dregið í 32-liða úrslit Mjólkurbikars karla í knattspyrnu en á dögunum lauk forkeppni keppninnar og því orðið ljóst hvaða 20 lið væru í pottinum ásamt þeim 12 liðum er leika í Pepsi Max deildinni. KA fékk útileik gegn 3. deildarliði Sindra og verður leikið á Höfn.
Leikið verður fimmtudaginn 1. maí næstkomandi og er klárt mál að áhugaverð viðureign er framundan en Óli Stefán Flóventsson þjálfari KA gerði garðinn frægan með Sindra bæði sem leikmaður og þjálfari.
Sindri komst áfram með 5-1 stórsigri á Leikni í síðustu umferð eftir að hafa lent 0-1 undir. Mykolas Krasnovskis gerði tvö mörk fyrir Sindra og þeir Þorlákur Helgi Pálmason, Kristinn Justiniano Snjólfsson og Mate Paponja gerðu eitt mark hver.