Flýtilyklar
KA mætir Dalvík/Reyni í Boganum í dag
25.01.2020
Fótbolti
Baráttan á Kjarnafæðismótinu heldur áfram í dag þegar KA mætir Dalvík/Reyni í næstsíðustu umferð mótsins klukkan 17:00 í Boganum. KA hefur unnið alla fjóra leiki sína til þessa og er á toppnum en það er ljóst að strákarnir þurfa að sækja til sigurs í dag.
Bæði Þór og Dalvík/Reynir eru enn án taps á mótinu en Þór hefur 10 stig og Dalvík/Reynir er með 8 stig. Það má því búast við krefjandi leik gegn nágrönnum okkar í dag en lokaleikur mótsins er svo gegn Þórsurum um næstu helgi.
Við hvetjum að sjálfsögðu alla sem geta til að mæta í Bogann og styðja strákana í leik dagsins, áfram KA!