Flýtilyklar
Ívar Arnbro með fyrsta samninginn við KA
25.05.2021
Fótbolti
Ívar Arnbro Þórhallsson skrifaði í dag undir sinn fyrsta samning við meistaraflokkslið KA í knattspyrnu en samningurinn er til þriggja ára. Ívar sem er 15 ára gamall er gríðarlega efnilegur markvörður sem er að koma uppúr yngriflokkum félagsins.
Á síðasta sumri hampaði Ívar Íslandsmeistaratitlinum með liðsfélögum sínum í 4. flokki karla og á nýliðnu undirbúningstímabili var hann í nokkur skipti í leikmannahópi meistaraflokks KA. Það er ekki nokkur spurning að hann á framtíðina fyrir sér og verður áfram gaman að fylgjast með framvindu hans í gula og bláa búningnum.