Ísfold og Jakobína í lokahóp U19

Fótbolti

Þær Ísfold Marý Sigtryggsdóttir og Jakobína Hjörvarsdóttir úr Þór/KA eru báðar í lokahóp U19 ára landsliðs kvenna sem leikur í milliriðli undankeppni EM 2023. Ísland er þar í riðli með Danmörku, Svíþjóð og Úkraínu en leikið er í Danmörku dagana 5.-11. apríl næstkomandi.

Báðar eru þær Ísfold og Jakobína lykilleikmenn í hópnum og verður afar spennandi að sjá hvort stelpurnar nái að tryggja sér sæti í lokakeppni EM. Nýverið lék liðið á æfingamóti í Portúgal þar sem stelpurnar gerðu sér lítið fyrir og stóðu uppi sem sigurvegarar eftir að leggja Wales, Pólland og Portúgal að velli.

Við óskum þeim Ísfold og Jakobínu til hamingju með valið sem og góðs gengis í Danmörku.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is