Flýtilyklar
Ísfold Marý æfði með U19 ára landsliðinu
Landslið Íslands í knattspyrnu skipað leikmönnum 19 ára og yngri hefur staðið í ströngu að undanförnu en Þór/KA á einn fulltrúa í hópnum en það er hún Ísfold Marý Sigtryggsdóttir. Þá bættist María Catharina Ólafsdóttir Gros við hópinn í miðju verkefninu en hún leikur nú með liði Celtic.
Stelpurnar æfðu dagana 19.-21. nóvember og áttu svo í kjölfarið að leika tvo æfingaleiki við landslið Svía um síðustu helgi en vegna Covid stöðunnar varð ekki af Íslandsför hjá sænska liðinu. Þess í stað léku stelpurnar æfingaleik við Breiðablik og vann U19 ára landsliðið þann leik 3-1.
Ísfold stóð heldur betur fyrir sínu en þrátt fyrir að vera einungis 17 ára gömul hefur hún sýnt og sannað á árinu að hún er klár í slaginn með U19 ára liðinu.