Flýtilyklar
Iosu Villar til liðs við KA
19.07.2019
Fótbolti
Knattspyrnudeild KA fékk í dag góðan liðsstyrk er Spánverjinn Iosu Villar skrifaði undir samning út árið við félagið. Iosu er 32 ára öflugur miðjumaður og mun koma með aukna vídd í leik liðsins.
KA seldi á dögunum Daníel Hafsteinsson til Helsingborgs IF og ljóst að liðið þurfti að fylla hans skarð og bindum við miklar vonir við Iosu það sem eftir er af tímabilinu.
Næsti leikur KA er strax á sunnudaginn er strákarnir taka á móti ÍA á Greifavellinum klukkan 17:00.