Flýtilyklar
Iðunn og Kimberley á úrtaksæfingar U17
11.02.2022
Fótbolti
Iðunn Rán Gunnarsdóttir og Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir hafa verið valdar á úrtaksæfingar U17 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu. Hópurinn kemur saman dagana 17.-19. febrúar næstkomandi en æfingarnar fara fram í Skessunni í Hafnarfirði.
Æfingarnar eru liður í undirbúningi liðsins fyrir milliriðla EM 2022 þar sem Ísland er í riðli með Írlandi, Slóvakíu og Finnlandi en leikið verður á Írlandi dagana 23.-29. mars.
Við óskum stelpunum til hamingju með valið sem og góðs gengis á æfingunum.