Flýtilyklar
Hvatningar- og kynningarkvöld Þórs/KA
06.05.2019
Fótbolti
Hvatningar- og kynningarkvöld Þórs/KA fer fram í KA-Heimilinu á þriðjudaginn kl. 19:00. Þetta er frábært tækifæri til að kynnast liðinu betur og tryggja sér ársmiða. Þá verða samningar undirritaðir og umræða verður um starfið, við hvetjum ykkur að sjálfsögðu eindregið til að mæta og kynnast okkar frábæra liði.
Fyrsti heimaleikur er svo á miðvikudaginn þegar Fylkir kemur í heimsókn og hvetjum við ykkur eindregið til að styðja þétt við bakið á stelpunum í sumar, áfram Þór/KA!