Hulda, Margrét og Saga í æfingahóp U23

Fótbolti
Hulda, Margrét og Saga í æfingahóp U23
Frábærir fulltrúar Þórs/KA í hópnum!

Þór/KA á þrjá fulltrúa í U23 landsliði Íslands í knattspyrnu sem kemur saman til æfinga 24.-26. janúar. Þetta eru þær Hulda Björg Hannesdóttir, Margrét Árnadóttir og Saga Líf Sigurðardóttir. Þjálfari liðsins er Þorsteinn Halldórsson sem einnig stýrir A-landsliðinu.

Þetta er frábær viðurkenning á starfi Þórs/KA en spennandi sumar er framundan hjá liðinu eftir mikið uppbyggingarstarf undanfarin tímabil. Þær Hulda, Margrét og Saga hafa verið í algjöru lykilhlutverki hjá meistaraflokksliði Þórs/KA undanfarin ár og eiga þetta spennandi tækifæri svo sannarlega skilið.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is