Flýtilyklar
Hörkuleikur framundan á laugardaginn
13.06.2019
Fótbolti
Það er alvöru leikur á Greifavellinum á laugardaginn þegar Grindvíkingar mæta norður. Leikurinn hefst klukkan 17:00 og ljóst að við þurfum öll að fjölmenna á völlinn til að tryggja þrjú mikilvæg stig. Aðeins einu stigi munar á liðunum og er þetta fyrsti leikurinn í deildinni eftir landsliðspásu.
Það verður mikið húllumhæ í kringum leikinn rétt eins og fyrir fyrri heimaleiki sumarsins en til að mynda fá fyrstu 200 sem mæta norðan við völlinn glaðning frá Nivea!