Flýtilyklar
Hópferð á fyrsta leik sumarsins
23.04.2019
Fótbolti
Nú líður að fyrsta leik í Pepsi Max deildinni en það er útileikur gegn ÍA laugardaginn 27. apríl. Eins og venja hefur verið undanfarin sumur verður farin hópferð hjá stuðningsmönnum KA á leikinn og er komið að skráningu.
Þeir sem eru skráðir Schiöthara bakverðir fá forgang í útileiki komi til þess að það myndist biðlisti en auðvitað reynum við að koma öllum sem vilja á leikinn. Sætið er á 2.000 kr. fyrir Schiöthara bakverði en 3.000 kr. fyrir aðra.
Miði á völlinn fylgir með í kaupunum og því er um gjöf en ekki gjald að ræða. Hægt er að skrá sig í meðfylgjandi hlekk. Frekari upplýsingar má finna í eyðublaðinu. Sjáumst á skipaskaga!