Flýtilyklar
Heimaleikur gegn Stjörnunni á Dalvík
20.05.2022
Fótbolti
KA tekur á móti Stjörnunni á morgun, laugardag, á Dalvíkurvelli klukkan 16:00 í 7. umferð Bestu deildarinnar. KA liðið er í 2. sæti deildarinnar eftir frábæra byrjun á sumrinu en Garðbæingar eru í 4. sætinu og má búast við hörkuleik.
Strákarnir eiga það svo sannarlega skilið að við fjölmennum á leikinn og hvetjum við ykkur öll til að taka þátt í stemningunni í stúkunni. Við þurfum á ykkar stuðning að halda, áfram KA!