Flýtilyklar
Heimaleikur gegn ÍA á sunnudag
KA tekur á móti ÍA í 19. umferð Pepsi Max deildarinnar á sunnudaginn klukkan 16:00. Það var frábær stemning í stúkunni á miðvikudaginn er KA tók á móti Breiðablik og skiptir miklu máli að við höldum áfram að styðja strákana á lokaspretti sumarsins.
Þegar fjórar umferðir eru eftir af deildinni er KA í 5. sæti með 30 stig og alveg ljóst að við ætlum okkur að enda ofar en KR er í 4. sætinu með 32 stig. ÍA er hinsvegar í botnsætinu með 12 stig og þarf nauðsynlega á stigum að halda. Það má því búast við hörkuleik enda mikið í húfi fyrir bæði lið.
Smelltu á myndina til að skoða myndir Sævars Geirs frá leik KA og Breiðabliks
Þeir Sævar Geir Sigurjónsson og Egill Bjarni Friðjónsson mynduðu hasarinn í leik KA og Breiðabliks í bak og fyrir og bjóða báðir til myndaveislu frá herlegheitunum. Við kunnum þeim bestu þakkir fyrir framlagið og hlökkum til að sjá ykkur á sunnudaginn, áfram KA!
Smelltu á myndina til að skoða myndir Egils Bjarna frá leik KA og Breiðabliks