Flýtilyklar
Hádegismatur og kynning á þriðjudaginn
13.04.2022
Fótbolti
Við ætlum að hita upp fyrir fótboltasumarið með hádegismat í KA-Heimilinu á þriðjudaginn 19. apríl klukkan 12:15. Arnar Grétarsson þjálfari KA mun fara yfir komandi sumar og þá sérstaklega Leiknismenn sem eru fyrstu andstæðingar okkar í sumar.
Þá mun Sævar Pétursson framkvæmdarstjóri KA ræða uppbygginguna á KA-svæðinu. Hamborgarar og franskar á aðeins 2.000 krónur, þú vilt ekki missa af þessu!
Minnum á að ársmiðasalan er í fullum gangi í Stubbsappinu, vertu með í allt sumar!