Flýtilyklar
Glæsilegur árangur KA á Set-mótinu
Set-mótið fór fram um síðustu helgi á Selfossi en þar leika listir sínar strákar á yngra ári í 6. flokki. Alls sendi KA 6 lið á mótið eða samtals 36 strákar. Set-mótið er gríðarlega sterkt mót þar sem flest af öflugustu liðum landsins mæta til leiks.
Það má með sanni segja að árangur KA á mótinu hafi verið glæsilegur en strákarnir komu til baka með 2 gullverðlaun, 2 silfur og ein bronsverðlaun. Þá var Ísak Ernir Ingólfsson valinn markmaður mótsins og Róbert Darri Hafþórsson vann keppni í skothittni.
Það er ljóst að þarna fara gríðarlega efnilegir og öflugir strákar og verður gaman að fylgjast áfram með þeirra framgöngu í sumar.
Þjálfarar þeirra eru Aðalbjörn Hannesson, Andri Fannar Stefánsson, Garðar Stefán Nikulás Sigurgeirsson, Pétur Heiðar Kristjánsson, Slobodan Milisic, Þorsteinn Már Þorvaldsson, Sindri Þór Skúlason, Björgvin Máni Bjarnason og Hákon Atli Aðalsteinsson.