Fjórir frá KA í æfingahópum U15 og U16

Fótbolti

KA á fjóra fulltrúa í æfingahópum U15 og U16 ára landsliðum Íslands í knattspyrnu en hóparnir koma saman dagana 26.-28. nóvember næstkomandi.

Þeir Ísak Ernir Ingólfsson, Sigurður Emil Óskarsson og Sigurður Nói Jóhannsson eru í U15 ára hópnum. Strákarnir eru í fyrsta æfingahóp Ómars Inga Guðmundssonar sem er nýtekinn við liðinu og spennandi að sjá hvernig strákarnir okkar nýta þetta frábæra tækifæri.

Þá er Snorri Kristinsson í æfingahóp U16 ára landsliðsins en Snorri hefur nú þegar leikið þrjá leiki fyrir meistaraflokk KA og skrifaði á dögunum undir þriggja ára samning við knattspyrnudeild KA.

Við óskum strákunum til hamingju með valið sem og góðs gengis á æfingunum.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is