Flýtilyklar
Fjórar úr Þór/KA á úrtaksæfingum U16
13.02.2020
Fótbolti
Þór/KA á fjóra fulltrúa á úrtaksæfingum U16 ára landsliðs kvenna sem fara fram dagana 26.-28. febrúar næstkomandi. Jörundur Áki Sveinsson er þjálfari landsliðsins og mun því stýra æfingunum sem fara fram í Skessunni í Kaplakrika.
Stelpurnar sem voru valdar úr okkar röðum eru þær Iðunn Gunnarsdóttir, Ísfold Marý Sigtryggsdóttir, Anna Brynja Agnarsdóttir og Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir.
Við óskum þeim til hamingju með valið sem og góðs gengis á komandi æfingum.