Fimm frá Þór/KA í úrtakshóp U15

Fótbolti
Fimm frá Þór/KA í úrtakshóp U15
Spennandi verkefni framundan!

Þór/KA á fimm fulltrúa á úrtaksæfingum U15 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu sem kemur saman til æfinga dagana 26.-28. janúar næstkomandi. Ólafur Ingi Skúlason landsliðsþjálfari valdi 32 leikmenn til æfinganna en Þór/KA og Breiðablik eiga flesta fulltrúa í hópnum.

Hildur Anna Birgisdóttir, Karlotta Björk Andradóttir, Katla Bjarnadóttir, Kolfinna Eik Elínardóttir og Tinna Sverrisdóttir eru fulltrúar okkar í hópnum en þær eru allar í gríðarlega sterku liði 3. flokks Þórs/KA og afar gaman að sjá jafn marga úr okkar röðum í hópnum.

Við óskum stelpunum til hamingju með valið sem og góðs gengis á komandi æfingum.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is