Flýtilyklar
Einar Ari á úrtaksæfingar U17
13.11.2019
Fótbolti
Einar Ari Ármannsson hefur verið valinn á úrtaksæfingar hjá U17 ára landsliði Íslands í knattspyrnu. Strákarnir munu æfa dagana 25.-27. nóvember næstkomandi í Skessunni í Hafnarfirði undir stjórn Davíðs Snorra Jónassonar þjálfara landsliðsins.
Einar Ari var í leikmannahóp U17 sem mætti Króatíu, Skotlandi og Armeníu í undankeppni EM á dögunum en leikið var í Skotlandi. Við óskum honum að sjálfsögðu til hamingju með valið sem og góðs gengis á komandi æfingum.