Flýtilyklar
Dusan Brkovic framlengir við KA
Knattspyrnudeild KA og Dusan Brkovic hafa framlengt samning sinn og mun Dusan því spila áfram með KA á næsta tímabili. Dusan sem er 32 ára gamall varnarmaður frá Serbíu gekk til liðs við KA fyrir nýliðið tímabil og kom frábærlega inn í liðið.
Dusan lék 20 leiki í deild og bikar í sumar og gerði í þeim eitt mark en KA liðið fékk næstfæst mörk á sig í Pepsi Max deildinni í sumar og þar munaði heldur betur um framlag Dusans.
Þessi reynslumikli kappi á yfir 150 leiki í Ungverjalandi og varð meðal annars Ungverskur meistari árið 2014. Þá á Dusan um 70 leiki í efstu deild í Serbíu en á síðustu leiktíð lék hann 25 leiki og skoraði í þeim 3 mörk fyrir Diósgyöri VTK í Ungverjalandi.
Það eru ákaflega jákvæðar fréttir að halda Dusan áfram innan okkar herbúða og væntum við áfram mikils af honum á næsta tímabili þar sem KA liðið stefnir á enn stærri hluti.