Flýtilyklar
Daníel og Torfi léku í 3-0 sigri á Katar
Íslenska landsliðið í knattspyrnu skipað leikmönnum 21 árs og yngri vann í dag frábæran 0-3 sigur á landsliði Katar en leikið var í Katar. Daníel Hafsteinsson og Torfi Tímoteus Gunnarsson voru báðir í byrjunarliði íslenska liðsins og léku allan leikinn.
Jónatan Ingi Jónsson kom Íslandi yfir á 39. mínútu og var staðan 0-1 í hálfleik. Í síðari hálfleik bættu þeir Sveinn Aron Guðjohnsen og Jón Dagur Þorsteinsson við mörkum og lokatölur því 0-3. Flottur sigur staðreynd og stóðu Daníel og Torfi sig virkilega vel í leiknum.
Þetta var annar æfingaleikur liðsins í Katar en á föstudag gerði liðið 1-1 jafntefli við Tékkland þar sem Torfi lék allan leikinn og Daníel kom inná sem varamaður á 76. mínútu.