Daníel Hafsteinsson snýr aftur í KA!

Fótbolti
Daníel Hafsteinsson snýr aftur í KA!
Velkominn heim Danni!

Daníel Hafsteinsson hefur gert 3 ára samning við knattspyrnudeild KA. Danna þarf ekki að kynna fyrir KA-fólki enda uppalinn á KA-vellinum og verður virkilega gaman að fá hann aftur heim og sjá hann klæðast gulu treyjunni á nýjan leik.

Daníel sem spilaði 45 leiki í deild og bikar fyrir KA og skorað í þeim 5 mörk áður en hann gekk til liðs við Helginsborg í Svíþjóð eftir sumarið 2019. Á síðasta tímabili lék hann á láni hjá FH og þar sem hann spilaði 13 leiki og gerði í þeim 4 mörk.

Daníel hefur spilað 19 landsleiki með yngri landsliðum Íslands og verður frábær viðbót við okkar lið. KA náði samkomulagi við Helsingborg um félagaskipti Daníels heim í KA og er hann væntanlegur norður á Akureyri strax á mánudaginn.

Hjörvar Maronsson formaður knattspyrnudeildar KA segir að þetta sé mikill fengur fyrir liðið og sýnir vel þann metnað sem er í klúbbnum. Bjóðum Daníel hjartanlega velkominn heim!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is