Dagur Ingi Valsson í KA

Fótbolti
Dagur Ingi Valsson í KA
Velkominn í KA!

KA og Keflavík hafa komist að samkomulagi um félagaskipti Dags Inga Valssonar til KA. Dagur Ingi er 24 ára gamall miðjumaður sem hefur leikið með Keflvíkingum frá árinu 2019. Hann gerir samning við knattspyrnudeild KA út árið 2025.

Það er afar jákvætt að fá Dag Inga inn í hópinn fyrir hinn mikilvæga síðari hluta tímabilsins en KA liðið er í harðri baráttu um sæti í efri hluta Bestudeildarinnar auk þess sem sjálfur bikarúrslitaleikurinn er framundan.

Við bjóðum Dag hjartanlega velkominn í KA og hlökkum til að sjá til hans í gulu og bláu treyjunni.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is