Flýtilyklar
Brynjar Ingi valinn í U21 landsliðið
01.11.2019
Fótbolti
Brynjar Ingi Bjarnason varnarmaður KA hefur verið valinn í U21 árs landslið Íslands sem undirbýr sig fyrir leiki gegn Ítalíu og Englandi á næstu dögum. Brynjar sem verður tvítugur í desember lék 14 leiki með KA liðinu í deild og bikar í sumar og á þetta tækifæri svo sannarlega skilið.
Leikurinn gegn Ítölum fer fram 16. nóvember og er liður í undankeppni EM þar sem íslenska liðið er með 9 stig eftir fjóra leiki og er í harðri baráttu um að tryggja sér sæti í lokakeppninni. Leikurinn gegn Englendingum er hinsvegar vináttuleikur og fer fram 19. nóvember.
Við óskum Brynjari Inga til hamingju með valið sem og góðs gengis í þessu spennandi verkefni.