Flýtilyklar
Bose mótið hefst á morgun, Breiðablik - KA
15.11.2019
Fótbolti
KA tekur þátt í Bose mótinu í ár og er fyrsti leikur liðsins á morgun gegn Breiðablik á Kópavogsvelli klukkan 14:00. KA leikur í riðli 1 en þar leika KA, Breiðablik, Stjarnan og Valur. Aðeins efsta liðið mun fara áfram og leikur úrslitaleik gegn efsta liðinu í riðli 2.
Það er ljóst að KA liðið mun nýta leikina á mótinu til að gefa ungum leikmönnum sénsinn og sjá hvar menn standa. Að sjálfsögðu eru menn þó mættir til að ná í góð úrslit og verður spennandi að fylgjast með liðinu í þessum fyrstu leikjum undirbúningstímabilsins.
Fyrir þá sem ekki komast á leikinn verður hann í beinni á Blikar-TV, áfram KA!