Flýtilyklar
Björgvin Máni í U16 og Einar Ari í U17
30.12.2019
Fótbolti
KA á tvo fulltrúa í æfingahópum U16 og U17 ára landsliða Íslands í knattspyrnu. Björgvin Máni Bjarnason var valinn í U16 og Einar Ari Ármannsson var valinn í U17. Báðir voru þeir á úrtaksæfingum í desember og hafa nú verið valdir í sjálfan æfingahópinn.
U17 hópurinn mun æfa dagana 6.-8. janúar undir stjórn Davíðs Snorra Jónassonar en U16 mun æfa 8.-10. janúar undir stjórn Davíðs Snorra Jónassonar. Við óskum strákunum til hamingju með valið sem og góðs gengis á komandi æfingum.