Árni Veigar til liðs við KA

Fótbolti
Árni Veigar til liðs við KA
Árni Veigar og Alli yfirmaður knattspyrnumála

Árni Veigar Árnason hefur skrifað undir þriggja ára samning við knattspyrnudeild KA og er því samningsbundinn félaginu út árið 2026. Árni sem er 16 ára gamall kemur til liðs við okkur frá Hetti/Huginn og er gríðarlega spennandi og efnilegur leikmaður.

Þrátt fyrir ungan aldur hefur Árni tekið þátt í 7 leikjum með Hetti/Huginn í 2. deildinni í sumar og vakið verðskuldaða athygli. Þá hefur hann leikið þrjá landsleiki fyrir U16 ára landslið Íslands og gert í þeim eitt mark.

Við bjóðum Árna innilega velkominn í KA og hlökkum til að fylgjast með framgöngu þessa öfluga kappa í gula og bláa búningnum.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is