Æfingar 16 ára og yngri í bið

Fótbolti | Handbolti | Blak

Allar æfingar fyrir 16 ára og yngri í handbolta, fótbolta og blaki eru komnar í bið framyfir næstu helgi vegna stöðu Covid smita í samfélaginu. Athugið að upphaflega var fréttin að þetta næði eingöngu til 14 ára og yngri en í samráði við yfirvöld höfum við uppfært takmarkanir upp í 16 ára og yngri.

Það er miður að þurfa að grípa til þessara ráðstafana, en nauðsynlegt í ljósi aðstæðna. Covid ástandinu er ekki lokið og við þurfum áfram að takast á við stöðuna saman.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is