9 dagar í fyrsta leik | Komnir / farnir hjá KA

Fótbolti

Nú eru aðeins 9 dagar í að KA hefji leik í Bestu deild karla ! Fyrsti leikur KA er á heimavelli gegn KR þann 10. apríl næstkomandi.

Hér á heimasíðu KA ætlum við að hafa niðurtalningu með allskonar skemmtiefni þangað til að fyrsti leikur hefst. Við ætlum að rifja upp gamalt efni, ásamt því að kynnast liðinu okkar fyrir komandi sumar og rýna í hvað sérfræðingarnir hafa að segja um KA!

Í dag ætlum við að fara yfir það hverjir hafa gengið til liðs við KA frá því síðasta sumar og hverjir hafa horfið á braut.

Byrjum á þeim sem eru farnir:

Gaber Dobrovoljc - NK Radomlje í Slóveníu. Gaber kom til liðs við KA á miðju tímabili til þess að styrkja vörn liðsins fyrir lokasprettinn. Gaber gekk ágætlega hjá KA en verður þó sennilega minnst fyrir mannsins sem fékk á sig víti gegn FH í undanúrslitum í bikarnum.

Bryan van den Bogaert - C Qyzyljar í Kasakstan. Bryan er öskufljótur vinstri bakvörður sem lék vel fyrir KA. Hann kom við sögu í 22 leikjum hjá KA síðasta sumar og stóð sig vel.

Elvar Máni Guðmundsson - Stjarnan. Elvar Máni, fæddur árið 2006, var í leikmannahópi KA nokkrum sinnum síðasta sumar en ákvað að flytjast búferlum í Garðarbæin þar sem hann mun leika með Stjörnunni í sumar. 

Á miðju tímabili í fyrra fóru líka þeir Sebastian Brebels til Belgíu  og auðvitað markakóngur síðasta tímabils, okkar eini sanni Nökkvi Þeyr sem fór til Beerschot í Belgíu.

Komnir:

Harley Willard frá Þór - Flottur sóknarmaður sem kemur til KA frá Þór. Hægt er að smella á nafnið til að sjá ítarlegri umfjöllun.

Birgir Baldvinsson frá Leikni - Öflugur bakvörður sem uppalinn er hjá KA. Mikill styrkur fyrir félagið að fá hann aftur heim.

Pætur Petersen frá Færeyjum - Gríðarlega flottur sóknarmaður sem hefur skorað og skorað fyrir KA á undirbúningstímabilinu. A-landsliðsmaður frá Færeyjum. 

Ingimar Torbjörnsson Stole frá Viking Stavanger - Ungur og efnilegur tengiliður sem kemur frá Viking. Íslenskur strákur sem er í íslenska U19 ára landsliðinu og mikið efni.

Kristoffer Paulsen frá Viking Stavanger - Ungur og efnilegur miðvörður. Stór og stæðilegur sem kemur á láni til KA frá Viking Stavanger.

 


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is