8 dagar í fyrsta leik | Viðtal við Ásgeir Sigurgeirsson: Liðið hefur ekki verið á betri stað síðan ég kom fyrir 8 árum

Fótbolti

Nú eru aðeins 8 dagar í að KA hefji leik í Bestu deild karla ! Fyrsti leikur KA er á heimavelli gegn KR þann 10. apríl næstkomandi.

Hér á heimasíðu KA ætlum við að hafa niðurtalningu með allskonar skemmtiefni þangað til að fyrsti leikur hefst. Við ætlum að rifja upp gamalt efni, ásamt því að kynnast liðinu okkar fyrir komandi sumar og rýna í hvað sérfræðingarnir hafa að segja um KA!

Við fengum Ásgeir Sigurgeirsson, fyrirliða KA til þess að spjalla aðeins við okkur um komandi tímabil. Gefum Ásgeiri orðið:

Nú ert þú að hefja þitt áttunda tímabil hjá KA, hvernig ertu? Ég er mjög góður þakka þér fyrir, liðið hefur ekki verið á betri stað síðan ég kom hingað fyrir 8 árum. Við höfum verið að bæta okkur ár frá ári síðan ég kom og erum við því farnir að keppa að hlutum sem við viljum vera keppa að þannig við erum í topp málum

Hvað hefur breyst hjá KA á þessum átta árum? Það hefur mjög margt breyst og flest til hans betra. Öll umgjörð í kringum liðið er orðin töluvert betri og allt meira professional. Við erum fluttir heim á KA svæðið þar sem okkur líður best sem er líka stórgóð breyting.

Hvert stefnir KA í sumar? Við viljum keppa að öllum titlum sem eru í boði.

Hvernig er hópurinn saman settur? Er góður mórall? Hópurinn er mjög vel samsettur aldurslega hjá okkur. Blanda af öllum aldri sem er mjög gott. Mórallinn í liðinu er mjög góður, allir ná að tengjast mjög vel sama hvort það sé erlendur leikmaður, ungir leikmenn eða þeir sem hafa verið hér í langan tíma. Við ruglum allir í hvor öðrum og reyna æsa hvorn annan upp,. Allt eins og það á að vera

Segðu okkur aðeins frá æfingaferðinni sem var á Benedorm
Ferðin var mjög góð, við fórum á sama svæði og árinu áður þannig við þekktum vel til. Hótelið mjög flott og öll aðstaða líka. Við náðum að æfa vel og þjappa hópnum saman á sama tíma. Svo tókum við leik við Tufa og hans menn í Oster sem braut ferðina aðeins upp. Þetta gat eiginlega ekkert orðið neitt betra.

Hvernig er leikdagsrútína fyrirliðans?

Það fer svolítið eftir á hvaða degi leikurinn er. Ef þetta er á virkum degi þá mætti ég í vinnu svona 7:30 og vinn til hádegis. Fer heim og legg mig í svona 30-45 mínútur  og tek svo sturtu áður en ég mæti í mat með liðnu. Ef þetta er um helgi þá leyfi ég mér að sofa til svona 9-10 og fæ mér þá að borða og tek léttan göngutúr og sturtu áður en ég mæti í mat með liðinu. Eftir matinn tek ég því svo bara rólega fram að mætingu í klefan. Ég reyni að mæta frekar tímalega í klefan og fer að gera mig kláran andlega og líkamlega. Kíki á bekkinn til Dóra í smá liðkun og teipingu. Þá er ég orðinn klár í upphitum og leikinn sjálfan.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is