Flýtilyklar
3. Sætið undir í stórleik dagsins
Það er heldur betur stórleikur framundan í dag þegar KA tekur á móti FH í lokaumferð Pepsi Max deildarinnar. KA situr fyrir leikinn í 3. sæti deildarinnar og tryggir með sigri næstbesta árangur í sögu félagsins auk þess sem sætið gæti gefið þátttökurétt í Evrópukeppni á næstu leiktíð.
Leikurinn hefst klukkan 14:00 á Greifavellinum og það er alveg ljóst að við þurfum að fjölmenna í stúkuna og tryggja þessi dýrmætu þrjú stig sem í boði eru. Strákarnir hafa verið algjörlega magnaðir í sumar og það væri rúsínan í pylsuendanum að enda í topp þremur í þessari sterku deild.
Miðasalan er í fullum gangi í Stubbsappinu auk þess sem að það er hægt að kaupa miða á vellinum, hlökkum til að sjá ykkur, áfram KA!