11 dagar í fyrsta leik | Gamla ljósmyndin og kynningarhádegi

Fótbolti

Nú eru aðeins tvær vikur í að KA hefji leik í Bestu deild karla ! Fyrsti leikur KA er á heimavelli gegn KR þann 10. apríl næstkomandi.

Hér á heimasíðu KA ætlum við að hafa niðurtalningu með allskonar skemmtiefni þangað til að fyrsti leikur hefst. Við ætlum að rifja upp gamalt efni, ásamt því að kynnast liðinu okkar fyrir komandi sumar og rýna í hvað sérfræðingarnir hafa að segja um KA!

Áður en við förum í gömlu myndina er rétt að minna á hádegisverðin sem verður í KA-heimilinu á morgun kl. 12:10 þar sem verða hamborgarar og drykkir til sölu á góðu verði, ásamt því að Hallgrímur Jónasson mun renna yfir liðið fyrir sumarið og sitja fyrir svörum ásamt þeim Ívari Árnasyni og Ásgeiri Sigurgeirssyni! 

Í dag rifjum við upp gamla ljósmynd, teknar árið 2009. Eða fyrir fjórtán árum síðan. Á þessari leikmenn má sjá 5 (!!!) leikmenn sem hafa spilað fyrir meistaraflokk karla í knattspyrnu, þar af tvo sem hafa leikið sem atvinnumenn. Þá má sjá einn sem hefur leikið fyrir meistaraflokk KA í handbolta, ásamt yfirmanni knattspyrnumála hjá KA og fyrrum meistaraflokksþjálfara. 

Þessi mynd er tekin á N1-mótinu árið 2009

Efri röð frá vinstri: Aðalbjörn Hannesson, Jake Martin, Bjarni Aðalsteinsson, Ásgrímur Ívarsson, Daníel Hafsteinsson, Aron Dagur Birnuson og Srdjan Tufegdzic
Neðri röð frá vinstri: Stefán Bjarki Tulinius, Arnór Ingvarsson, Ásmundur Smári, Brynjar Ingi Bjarnason, Áki Sölvason og Oliver Helgi Gíslason
Fremstur: Jóhann Geir Sævarsson


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is