Flýtilyklar
30.01.2023
Frá aðalstjórn KA
KA harmar það slys sem varð sumarið 2021 þegar hoppukastali tókst á loft með þeim hörmulegu afleiðingum sem af því hlaust. Hugur okkar í KA hefur fyrst og fremst verið hjá þeim sem fyrir þessu skelfilega slysi urðu. Svo verður áfram
Lesa meira
30.01.2023
Birkir Bergsveinsson með brons á Reykjavik Judo Open.
Birkir Bergsveinsson átti gott mót og lenti í þriðja sæti á Reykjavik Judo Open um helgina.
Reykjavik Judo Open er alþjóðlegt mót sem hefur farið stækkandi undanfarin ár og í ár voru tæplega 50 erlendir keppendur mættir til leiks.
Lesa meira
25.01.2023
Sigríður og Þormóður fengu heiðursviðurkenningu
Kjör íþróttakarls og íþróttakonu Akureyrar fyrir árið 2022 fór fram í Hofi í gær við hátíðlega athöfn og voru fjórar heiðursviðurkenningar frá fræðslu- og lýðheilsuráði Akureyrar fyrir vel unnin störf í þágu íþrótta á Akureyri afhentar. Við í KA áttum þar tvo fulltrúa en það eru þau Sigríður Jóhannsdóttir og Þormóður Einarsson
Lesa meira
24.01.2023
Nökkvi er íþróttakarl Akureyrar 2022!
Nökkvi Þeyr Þórisson var í kvöld kjörinn íþróttakarl Akureyrar fyrir árið 2022 og er þetta annað árið í röð sem að íþróttakarl ársins kemur úr röðum knattspyrnudeildar KA en Brynjar Ingi Bjarnason varð efstur í kjörinu fyrir árið 2021
Lesa meira
24.01.2023
Íþróttafólk Akureyrar valið í dag
Kjör íþróttafólks Akureyrar fyrir árið 2022 fer fram í Hofi í dag klukkan 17:30 en húsið opnar klukkan 17:00 og er athöfnin opin öllum sem áhuga hafa. ÍBA stendur fyrir kjörinu og eigum við í KA fjölmarga tilnefnda í ár
Lesa meira
09.01.2023
Böggubikarinn, þjálfari og lið ársins
Á 95 ára afmælisfögnuði KA um helgina var Böggubikarinn afhentur í níunda sinn auk þess sem þjálfari ársins og lið ársins voru valin í þriðja skiptið. Það er mikil gróska í starfi allra deilda KA um þessar mundir og voru sex iðkendur tilnefndir til Böggubikarsins, átta til þjálfara ársins og sex lið tilnefnd sem lið ársins
Lesa meira
08.01.2023
KA 95 ára í dag - afmælismyndband
Knattspyrnufélag Akureyrar fagnar í dag 95 ára afmæli sínu. Í tilefni dagsins rifjum við upp helstu atvik síðustu fimm ára í sögu félagsins en Ágúst Stefánsson tók myndbandið saman. Góða skemmtun og til hamingju með daginn kæra KA-fólk
Lesa meira
08.01.2023
Jóna og Nökkvi íþróttafólk KA 2022
KA fagnaði 95 ára afmæli sínu við veglega athöfn í Menningarhúsinu Hofi í gær. KA fólk fjölmennti á afmælisfögnuðinn en tæplega 300 manns mættu og þurfti því að opna salinn í Hofi upp á gátt til að bregðast við fjöldanum
Lesa meira
04.01.2023
Stórafmæli félagsmanna
Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í janúar innilega til hamingju.
Lesa meira
04.01.2023
95 ára afmæli KA í Hofi á laugardaginn
Knattspyrnufélag Akureyrar fagnar 95 ára afmæli sínu í Menningarhúsinu Hofi laugardaginn 7. janúar næstkomandi klukkan 13:30. Allir velkomnir og vonumst við til að sjá ykkur sem flest
Lesa meira