95 ára afmæli KA í Hofi á laugardaginn

Almennt

Knattspyrnufélag Akureyrar fagnar 95 ára afmæli sínu í Menningarhúsinu Hofi laugardaginn 7. janúar næstkomandi klukkan 13:30. Allir velkomnir og vonumst við til að sjá ykkur sem flest.

Við gerum upp frábært ár sem nú er liðið og heiðrum þá einstaklinga og lið sem skarað hafa framúr í starfi félagsins. Þá verður veglegt kaffihlaðborð að hætti KA-manna á svæðinu, hlökkum til að sjá ykkur.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is