Sumarmót LSÍ og KA á laugardaginn

Lyftingar

Sumarmót Lyftingasambands Íslands og Lyftingadeildar KA fer fram í KA-Heimilinu á morgun, laugardag, og hefst mótið klukkan 10:00. Alls keppa 14 konur og 9 karlar á mótinu og má reikna með mikilli spennu og skemmtun en nokkrir keppendur stefna á að bæta íslandsmet.

Lyftingadeild KA á tvo keppendur á mótinu en það eru þau Hildur Marín Bjarnadóttir og Ögri Harðarson. Hildur Marín keppir í holli tvö hjá konunum sem byrjar klukkan 12:00 en Ögri er í karlahópnum sem byrjar 14:30.

Við hvetjum að sjálfsögðu alla sem hafa áhuga til að kíkja í KA-Heimilið en aðgangur á mótið er frír en mótið verður auk þess í beinni útsendingu á KA-TV á YouTube.

Mótið er Sinclair stigamót og því þarf íþróttafólk ekki að ná vigt í ákveðnum flokki, en afrek þess skráist í þann flokk sem það vigtast í.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is