Opinn félagsfundur um málefni Spaðadeildar KA

Tennis og badminton

Aðalstjórn KA boðar til opins félagsfundar um málefni Spaðadeildar KA næstkomandi fimmtudag klukkan 19:15 í KA-Heimilinu.

Á fundinum verður rætt um Spaðadeild KA sem hefur verið hluti af félaginu í 9 ár. Nú, sökum óviðráðanlegra aðstæðna, er starfsemi deildarinnar í algjöru lágmarki og vill aðalstjórn heyra og kanna hug félagsmanna með starfið hjá Spaðadeildinni.

Tvær íþróttir eru innan Spaðadeildar KA. Annarsvegar badminton þar sem æfingar hafa farið fram í Naustaskóla undanfarin ár og hinsvegar tennis þar sem æfingar hafa farið fram í KA-Heimilinu undanfarin ár.

Eins og áður segir er fundurinn kl. 19:15 í KA-heimilinu fimmtudaginn 30. september.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is