Norðurlandsmót í badminton 2017

Tennis og badminton

Verður haldið í Íþróttahúsinu Hrafnagilsskóla dagana 12. - 14. maí n.k.

Keppni hefst kl. 17 föstudaginn 12. maí og er áætlað að byrja á tvenndar- og tvíliðaleikjum í aldursflokkunum U13-U19.

Keppni hefst kl. 10 laugardaginn 13. maí og kl. 10 sunnudaginn 14. maí en áætlað er að spila í fullorðinsflokki á sunnudeginum. Keppni í U11 flokki (börn fædd 2006 og síðar) verður sett á kl. 13 laugardaginn 13. maí og verður í formi riðla (fer þó eftir fjölda þátttakenda). Eingöngu verður keppt í einliðaleik í þessum flokki.

Mótsgjöld: 1.800 kr. í einliðaleik, 1.500 kr. í tvíliðaleik og 1.500 í tvenndarleik.

Skráningu lýkur kl: 20.00 mánudaginn 08. maí 2017. Senda skal upplýsingar um nafn og kennitölu keppanda til Sonju á sonja@internet.is eða Guðmundar á vidimyri2@simnet.is

Eftir keppni á föstudeginum verður grillað ofan í keppendur :-)

Upplýsingar um mótið gefur Sonja Magnúsdóttir, gsm: 699 3551. Upplýsingar og skráning í gistingu fer fram hjá Brynhildi Bjarnadóttur, gsm: 863 4085.

Badmintondeild UMF Samherja


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is