Komdu og prófaðu tennis og badminton

Tennis og badminton

Spaðadeild KA verður með opna tíma á sunnudagsmorgnum frá klukkan 9 til 12 næstu þrjár helgar þar sem hver sem er getur komið í KA-Heimilið og reynt fyrir sér í badminton og tennis. Fyrsti tíminn er strax um helgina þann 14. febrúar.

Spaðadeild KA hefur verið starfrækt undanfarin ár og hefur verið skemmtileg viðbót í íþróttalíf Akureyrarbæjar. Það er von okkar um að halda áfram að bæta og stækka starf deildarinnar og vonandi að sem flestir nýti sér þetta skemmtilega framtak. Þetta er því heldur betur tíminn til að prófa þessar skemmtilegu spaðaíþróttir eða rifja upp gamla takta, hlökkum til að sjá ykkur!

Ef einhverjar spurningar eru varðandi tímana eða starf Spaðadeildar er hægt að hafa samband í spadadeild@ka.is


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is