Ingvar Már Gíslason nýr formaður KA

Almennt | Fótbolti | Handbolti | Júdó | Blak | Tennis og badminton
Ingvar Már Gíslason nýr formaður KA
Ný aðalstjórn KA sem var skipuð á fundinum

Aðalfundur KA fór fram í gær og var Ingvar Már Gíslason kjörinn nýr formaður félagsins en Hrefna G. Torfadóttir lét af störfum. Ingvar hefur undanfarin ár gegnt hlutverki varaformanns félagsins en tekur nú við forystuhlutverkinu og er mikil ánægja með skipan Ingvars. Á sama tíma þökkum við Hrefnu kærlega fyrir hennar störf en hún hefur verið formaður frá árinu 2010.

Hvetjum áhugasama til að lesa kveðju frá Hrefnu.

Gunnar Níelsson hætti einnig í aðalstjórn og í stað þeirra Gunnars og Hrefnu koma nýir inn í aðalstjórn þeir Eiríkur S. Jóhannsson og Pétur Ólafsson. Aðalstjórn KA er því skipuð eftirfarandi:

Ingvar Már Gíslason, formaður
Eiríkur S. Jóhannsson, varaformaður
Sigríður Jóhannsdóttir, gjaldkeri
Helga Þyri Bragadóttir, ritari
Pétur Ólafsson, meðstjórnandi

Ingvar þakkaði traustið og sagði að framundan væru spennandi tímar í félaginu. KA væri orðið langfjölmennasta félag bæjarins og nú væri komið að uppbyggingartímum á félagssvæði KA. Við tækju samningaviðræður við Akureyrarbæ um uppbyggingu mannvirkja hér á svæðinu og er framtíðarnefnd félagsins búin að skila af sér ákveðnum hugmyndum um framtíð félagsins.

Nú taka við spennandi tímar að leiða félagið inn í næstu skref og tryggja að í KA verði bæði frábært barna og unglingastarf ásamt öflugu afreksstarfi næstu árin.

 


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is