Góður árangur TB-KA í Þórlákshöfn

Almennt | Tennis og badminton
Góður árangur TB-KA í Þórlákshöfn
Alfreð (til hægri) tekur á móti silfrinu, U15

8 keppendur frá TB-KA tóku þátt á Þórsmótinu í Þórlákshöfn 8. febrúar sl.

Fjórir keppendur í U17, þrír í U15 og 1 í U13. Þrátt fyrir langt ferðalag, stóðu þau sig með prýði og komu heim með þrenn silfurverðlaun. Alfreð Steinmar Hjaltason keppti til úrslita í einliðaleik, í flokki U15. Sigmar Ágúst Reykjalín Hjelm og Alfreð Steinmar Hjaltason kepptu til úrslita í tvíliðaleik, í U15 og Anton Heiðar Erlingsson keppti til úrslita í aukaflokki, í U17.  Í för með krökkunum voru tveir farastjórar og þjálfari og voru allir mjög ánægðir með ferðina.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is