Fjölskylduskemmtun 3. júní á KA-svæðinu

Almennt | Fótbolti | Handbolti | Júdó | Blak | Tennis og badminton

Það verður líf og fjör á KA-svæðinu sunnudaginn 3. júní en þá ætlum við að bjóða uppá skemmtun fyrir unga sem aldna. Hægt verður að prófa allar íþróttir sem iðkaðar eru undir merkjum KA en það eru að sjálfsögðu fótbolti, handbolti, blak, júdó og badminton.

Lifandi tónlist verður á svæðinu, grillaðar verða pylsur, andlitsmálning og meira skemmtilegt en dagskráin hefst klukkan 14:00. Við mælum að sjálfsögðu með að mæta gul og merkt KA.

Uppúr klukkan 15:00 verður svo skrúðganga niður á Akureyrarvöll og verða knattþrautir í boði þar fyrir krakka og allir sem taka þátt fara í pott þar sem nokkrir heppnir einstaklingar verða dregnir út og vinna skemmtilega vinninga.

KA tekur svo á móti Víking á Akureyrarvelli klukkan 16:00 og hvetjum við að sjálfsögðu okkar lið til sigurs í þeirri baráttu.

Hlökkum til að sjá ykkur á þessum skemmtilega degi og áfram KA!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is