Ásgeir og Ari Íslandsmeistarar í B-flokki

Tennis og badminton
Ásgeir og Ari Íslandsmeistarar í B-flokki
Ásgeir og Ari sáttir með bikarana góðu!

Íslandsmótið í Badminton fór fram um helgina og hampaði Spaðadeild KA tveimur Íslandsmeistaratitlum. Þeir Ásgeir Adamsson og Ari Þórðarson sigruðu í B-flokki tvíliðaleiks og þá vann Ari einnig B-flokkinn í einliðaleiknum.

Í tvíliðaleiknum mættu þeir Ásgeir og Ari þeim Gunnari Erni og Hauki Þórðarsyni úr TBR í úrslitaleiknum. Eftir 19-21 tap í fyrstu lotu sneru strákarnir okkar leiknum sér ívil, tryggðu oddalotu með sannfærandi 21-11 sigri og tryggðu svo titilinn með 21-13 sigri í oddalotunni.

Ari mætti svo Mána Berg Ellertssyni úr ÍA í úrslitaleiknum í einliðaleik sem hann vann 2-0 með 21-18 og 21-17 sigrum. Það hefur verið mikil uppbygging innan Spaðadeildar KA og ákaflega gaman að sjá þennan frábæra árangur um helgina. Við óskum þeim Ásgeiri og Ara innilega til hamingju með titlana sem og Spaðadeild fyrir frábæran vetur en þetta eru fyrstu Íslandsmeistaratitlar deildarinnar sem stofnuð var árið 2012.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is